Sagan

ÞrifX ehf. er íslenskt hlutafélag sem var stofnað í janúar árið 2007 og er því orðið 10 ára nú 2017. Stofnandi þess er Davíð Freyr Jónsson, stjórnarformaður, en árið 2016 bættist í eigendahópinn Vincent John Newman og starfar hann sem framkvæmdastjóri þess. Í desember árið 2016 keypti ÞrifX ehf. reksturinn Hrein tunna af Davíð Jóni Stefánssyni og verður sá rekstur áfram undir þeim formerkjum.

Starfsemi fyrirtækisins spannar nær allar greinar hreingerninga og ræstinga. Þar má nefna reglubundnar ræstingar atvinnuhúsnæðis, gólfbónun, gluggaþvott, flísahreinsun, þrif eftir flutninga og margt fleira. Markmið fyrirtækisins er að veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu á sanngjörnu verði. Heiðarleiki hefur ávallt verið í fyrirrúmi bæði gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki okkar. Við lítum svo á að verki sé ekki lokið fyrr en viðskiptavinurinn er sáttur. Starfsfólk okkar fær sanngjörn laun fyrir sína vinnu og leggjum við mikið upp úr því að viðhalda góðum starfsanda.

Starfsemi fyrirtækisins er núna til húsa að Fjölnisgötu 4b, 603 Akureyri. Þar er lager og vinnuaðstaða fyrir daglegan rekstur. Þar tökum við að okkur þrif á mottum, rimlagardínum, húsgögnum og jafnvel bílum ef þess er óskað.

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð með því að fylla út reitina hér fyrir neðan og við munum hafa samband.

Þú getur líka hringt eða sent tölvupóst:

Tölvupóstfang: thrifx@thrifx.is

Sími: 414 2990